Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sami flokkur og ég kynntist fyrir áratugum. Að frumkvæði Davíðs tók hann upp Hólmsteinsku. Hún felst í frjálshyggju með íslenzkum hætti: Græðgi er góð, opinbert eftirlit er vont, sjálfstæðismenn og sjálfstæðis-fyrirtæki mega lifa á ríkinu. Oft deila menn um, hvað felist í frjálshyggju. En enginn efi er um, hver var frjálshyggja Davíðs. Marklaust er að deila um, hvort hrunið sé frjálshyggju-hrun eða Davíðs-hrun. Var hvort tveggja, hér hrundu allir bankar og Seðlabanki Davíðs einnig. Ekkert slíkt gerðist í Grikklandi eða Írlandi. Orsök hrunsins var frjálshyggjan og Davíð.