Davíð og flugeldarnir

Punktar

Jafnvel Economist gerir grín að Davíð Oddssyni. Var tímaritið þó lengst af mikilvægasta grúppía nýfrjálshyggjunnar. Blaðið segir bankahrunið íslenzka versta hrun mannkynssögunnar. Það hefur semsagt ekki komið að utan, eins og ráðherrar okkar segja. Það er heimatilbúið. Framleitt af leikara og skáldi í gervi forsætis og seðlabankastjóra. Svo og af náhirð hans og af ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar. Economist efast um, að Davíð verði lengi sætt í Seðlabankanum. Blaðið endar á gríni um villt flugeldakaup Íslendinga um áramót. Telur þau greinilega dæmi um fyrirhyggjulausa hegðun Íslendinga.