Ítalir sitja enn uppi með sinn Berlusconi, þótt Íslendingar hafi losnað við sinn Davíð. Greifar eru alltaf hreint eitur, enda arftakar Mussolini, hins eina sanna greifa. Berlusconi lamar ítalska þjóðfélagið, eindregið studdur kjósendum, sem eru eins skyni skroppnir og íslenzkir kjósendur. Meirihluti þingsins fylgir honum gegnum þykkt og þunnt og kjósendur elska galla hans. Hann er ekki forsætisráðherra til að gera neitt. Heldur til að stöðva eða tefja tilraunir til að elta fortíð hans fyrir dómstólum. Berlusconi og Davíð eru jafn óhæfir. En við losnuðum við Davíð, höfum bara ama af afturgöngunni.