Davíð mistókst sem betur fer

Punktar

Sumarið 2008 blasti hrunið við innvígðum og innmúruðum. Davíð tæmdi hirzlur Seðlabankans í rekstrarfé viðskiptabankanna. Vonaði, að þar með færu þeir ekki á hausinn. Þegar gjaldeyrissjóðurinn var meira en upp urinn, fór Davíð að leita aðstoðar erlendis. Frægast var þúsund milljarða króna lánið frá Rússum, sem reyndist vera ímyndun. Samkvæmt sendiherra Bandaríkjanna sníkti Davíð einnig peninga að vestan. Ekkert af þessu tókst. Sem betur fer, því að Geir neyddist til að leyfa bönkunum að fara á hausinn. Ef Davíð hefði fengið stóra lánið, hefði gjaldþrot Seðlabankans tafizt og orðið margfalt stærra.