Smám saman er að komast mynd á heildarkostnaðinn af arfavitlausum ákvörðunum Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Þar á meðal hinum einstæðu ástarbréfum með ógildum veðum að baki. Tjón bankans vegna Davíðs nam 830 milljörðum króna. Næstum allt samanlagt tjón ríkisins af hruninu. Annað tjón hrunsins lenti einkum á erlendum bönkum. Tjón Seðlabankans skiptist svona: Kaupþing 353 milljarðar. Sparisjóðabankinn 225 milljarðar. Landsbankinn 101 milljarður. Straumur 55 milljarðar. Spron 49 milljarðar, VBS-banki 30 milljarðar og Aska Capital 7 milljarðar. Aðrir 10 milljarðar. Alls 830 milljarða Davíðs-tjón.