Davíð Oddsson er Seðlabankastjóri í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Samfylkingarinnar. Yfirlýsing um hið gagnstæða dugir ekki. Ráðherrar geta ekki sagt sig frá einstökum verkum ríkisstjórnarinnar. Allra sízt á verkum forsætis. Sú ímyndun stenzt ekki, að Davíð sé í skjóli Geirs Haarde gegn vilja hálfrar ríkisstjórnarinnar. Yfirlýsingar um slíkt geta frestað vanda milli daga, en endast ekki. Þær hljóta að kalla á framhald. Annað hvort segja hinir óánægðu sig úr ríkisstjórninni eða Davíð hættir eða Geir. Í millitíðinni verður að líta svo á, að Davíð sé í boði Samfylkingarinnar.