Seðlabankinn nýtur ekki trausts. Ekki dugar starfsmönnum Seðlabankans að skrifa greinar um fagmennsku í bankanum. Lesendur horfa á bankann og sjá bara Davíð Oddsson. Manninn, sem hatar og hefnir. Manninn sem lét fjarlægja ljóð annars ritstjóra Moggans af rúðu í ráðhúsinu. Manninn, sem dreifði fréttum af miklum skuldum hins ritstjóra Moggans. Af því að Mogginn vék af þröngri flokkslínu. Menn sjá því ekki Seðlabankann sem faglega stofnun. Meðan Davíð Oddsson er þar við völd, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Halldór Blöndal í bankaráði. Því segja menn: Þarna er Davíð í byrgi sínu.