Guði sé lof fyrir bloggið. Þegar pólitíkus lýgur um fortíð sína, eru góðir bloggarar enga stund að koma upp um falsið. Til dæmis þegar Davíð lýgur í Kastljósi, að hann hafi “aldrei sungið þennan útrásarsöng”. Sveinn Pálsson var fljótur að finna gömul og ný dæmi um, að Davíð var einmitt klappstýra útrásarinnar. Kastljós benti ekki á lygina í beinu útsendingunni og fjölmiðlar gerðu það ekki daginn eftir. Enda lamaðir af eignarhaldi ríkis og útrásargreifa. Það var bloggari, sem benti á lygina. Bloggið hefur tekið við af lömuðum fjölmiðlum sem fjórða valdið, bjargvættur prentfrelsis.