Davíð Oddsson er farinn að tala niður verð á íbúðum um 30%. Hindrar þannig að íbúðir seljist þetta árið. Fólk mun ekki treysta sér til að selja íbúðir á lága verðinu. Ef það hafði áður keypt sömu íbúðir á háa verðinu. Þannig hefur seðlabankastjórinn fryst fasteignaviðskipti. Bankarnir eru líka hættir að lána til íbúða. Guði sé lof fyrir Íbúðalánasjóð, sem bankarnir vildu leggja niður í fyrra. Nú reynir á sjóðinn og ríkisstjórnina að halda uppi nauðsynlegum fasteignaviðskiptum. Og ríkisstjórnin verður að koma til hjálpar fólki, sem keypti of dýrt. Sem Davíð er núna að gera gjaldþrota.
