Davíð er týndur

Punktar

Davíð Oddsson finnst ekki. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis hefur sent honum bænarskrá. Eins og Íslendingar sendu einvaldskóngi Danmerkur fyrr á öldum. Davíð gefur auðvitað ekkert upp um fyrirætlanir sínar. Hann er tortímandinn, sem hóf eftirlitslausa frjálshyggju til vegs í fjármálum. Hann er meira ábyrgur fyrir hruni þjóðarinnar en nokkur annar. Hann hefur rúið þjóðina peningum og trausti. Nú læsir hann bara að sér. Hann er enn við völd, fjarstýrir vistmönnum Seðlabankans. Hvað er Jóhanna að hugsa, hefur hún ekki öðrum höppum að hneppa en að semja bænarskrár? Kann hún ekki að reka fólk?