Davíð Oddsson gerir það ekki endasleppt. Fyrst innleiddi hann frjálshyggju. Einkabanka án regluverks og eftirlits. Síðan innleiddi hann frjálshyggju í Seðlabankann. Það er algert tómlæti. “Skapandi eyðilegging” segir Deiglan glöð, málgagn frjálshyggju. Davíð Oddsson er fjárhagslegt gereyðingarvopn. Síðan hrunið byrjaði hefur hann flýtt fyrir framgangi þess á hverju stigi. Réðist með offorsi á Glitni, olli skelfingu í útlöndum. Réðist með offorsi á Kaupþing og felldi. Gerði bankann gjaldþrota með því að segja hann vera það. Heyrir illa í síma og flaggaði rússnesku láni, sem ekki var fengið.