Davíð eftiráspekingur

Punktar

Davíð Oddsson hefur ekki lengur teflon-húð. Hann sleppur ekki lengur úr öllum háska með því að rífa kjaft og skensa mótherja. Enginn trúir honum lengur, þegar hann segir sérfræðinga stunda “eftiráspeki”. Hann reynir að telja okkur trú um, að ýmsir gagnrýnendur hans séu fyrst núna að fatta, að gjaldeyrisforðinn sé of lítill. Staðreyndin er hins vegar, að ýmsir hafa lengi kvartað yfir of litlum gjaldeyrisforða. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur gert það í átta ár. Pólitíkusar skipa pólitíkusa í Seðlabankann. Þeir valda ekki störfum sínum í bankanum. Sízt Davíð Oddsson eftiráspekingur.