Davíð Oddsson var til vandræða á fleiri sviðum en í hruninu. Aðalsteinn Hákonarson, eftirlitsmaður hjá Ríkisskattstjóra, kvartar í Tíund yfir óhóflegu frelsi til skattsvika. Undanþágur og langvinnt eftirlitsleysi hafi magnað það, sem hann kallar skattasniðgöngu. Það er nýyrði yfir skattsvik. Lagaumhverfi frá frjálshyggju Davíðs veitir bófum skjól til skattsvika. Þeir stofna fyrirtæki og hlaupa með eignirnar frá skuldunum. Hundruð aðila hafa stolið hundruðum milljóna hver undan skatti. Aðalsteinn vill herða regluverk og eftirlit og gera eigendur sjálfa ábyrga fyrir skattsvikum fyrirtækja.