Davíð dreginn fyrir dóm?

Punktar

Ólafur Arnarson, höfundur Sofandi að feigðarósi, telur Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson bera höfuðábyrgð á hruni landsins. Meiri en útrásarbankar og útrásarvíkingar. Rót Davíðsvandans sé erfðaréttur í Sjálfstæðisflokknum, þar sem Geir Haarde var sjúklega hollur Davíð. Allur flokkurinn er með sama sjúkdóm, svo sem sjá mátti af viðbrögðum landsfundar við ræðu Davíðs. Hann einkavæddi banka, setti upp eftirlitsleysi, gerðist seðlabankastjóri með furðulegum ákvörðunum, afnam bindiskyldu. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna vill nú, að höfundar hrunsins verði dregnir fyrir dóm. Davíð, Flokkurinn?