Dávaldurinn eignast Flokkinn

Punktar

Bless Bjarni Benediktsson og bless Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Gælduð fyrst við Evrópusambandið og síðan við þjóðarsátt um IceSave fyrirvarana. Flokkurinn þarf ykkur ekki lengur, hefur fengið sinn dávald til baka. Bless Vilhjálmur Egilsson og hjörð atvinnurekenda. Þið gælduð við Evrópusambandið. Flokkurinn þarf ykkur ekki lengur, hefur fengið sinn dávald til baka. Hér eftir verður IceSave flokkurinn í algerri afneitun. Hér eftir lítur hann á sjálfan hrunstjórann sem leiðtoga sinn og bjargvætt. Dávaldurinn mikli er orðinn valdameiri en Bjarni, Katrín og Vilhjálmur saman. Lifi dávaldurinn.