Daufdumbur fær mál

Punktar

Al Gore hefur fengið málið á gamals aldri. Hann er farinn að tala eins og ég. Í viðtali við Guardian segir hann, að George W. Bush og ríkisstjórn hans séu “afvegaleiddur flokkur hægri ofstækismanna”. Svona tala virðulegir borgarar ekki. Senn fer hann að segja fleira í mínum stíl, svo sem, að Bush sé heimskur krossfari og hryðjuverkamaður, hættulegur mannkyni öllu. Það er alltaf gott, þegar fjölgar börnum, sem sjá, að keisarinn er ekki í neinu. Gore var eins og vofa, þegar hann bauð sig fram gegn Bush fyrir tæpum sex árum. En nú hefur hinn daufdumbi loksins fengið málið.