Daufari píratar

Punktar

Eftir mikinn dugnað í kosningabaráttu hafa Píratar dofnað á vefnum. Innri umræða á Fuglabjarginu er nánast dauð. Ytri umræða á Píratavefnum minnkaði og varðar pírata misjafnt. Enn er töluvert um hitting í raunheimi, en hittingur í vefheimi er lítill. Fjöldinn tók fyrir kosningar þátt í umræðu um stefnu á ótal sviðum. Úr því kom frekar vönduð og trúverðug stefna, að minnsta kosti í samanburði við aðra flokka. Vegna aðstæðna í pólitík, langvinnrar keyrslu samfélagsins til hægri, var stefnan talin til vinstri. Því valda semsagt tímabundnar aðstæður. Við eðlilegar aðstæður og norræna velferð væri stefnan á róttækri miðju. Hún ætti að seljast.