Dauðir óvinir

Punktar

Bandaríkjamenn taka myndir af föllnum óvinum, svo sem Zarkavi, og setja á almannafæri. Það gerðu líka geðsjúkir herforingjar að fornu. Þeir bundu dauða óvini upp í tré, svo að þeir sæjust víða að. Frumstæð er árátta villiþjóða að auglýsa manndráp sín til að stappa í sig stálinu og finnast stríð vera fyrirhafnar virði. Ekki segir sagan, að þetta lækki rostann í eftirlifendum. Kristnin hélt áfram að blómstra, þótt Jesús væri bundinn á kross. Þegar Saddam Hussein verður drepinn, munu Bandaríkjamenn örugglega senda öllum mynd af honum dauðum.