Ótti kjósenda við dauðanna réð úrslitum í kosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Oliver James segir í Guardian frá rannsóknum, sem benda til, að ráðandi stjórnmálaöfl þurfi á réttum tíma fyrir kosningar að framleiða yfirþyrmandi skelfingu fólks, ótta þess við hryðjuverk, skeggjaða araba með túrbana, endurtekningu á 11. september 2001. Við slíkar aðstæður halli kjósendur sér að forseta, sem talar digurbarkalega um öryggi ríkis og þjóðar. Rannsóknir benda til mikils samhengis meilli ótta fólks við dauðann og stuðnings þess við stjórnvöld, sem fjölyrða um öryggismál.