Dauðadæmd redding

Punktar

Bjarni Ben telur sig geta bjargað ríkisstjórninni fyrir horn með að losna við Sigmund Davíð og stokka upp. Því er ekki komið að þingrofi og boðun kosninga. Fer eftir úthaldinu í reiði kjósenda. Haldi þeir áfram að mótmæla af myndarskap á Austurvelli, mun áætlun Bjarna molna niður og stjórnin falla. Fólk er farið að átta sig á, að það hefur verið haft að fífli í þrjú ár. Neitar að láta ýta sér áfram á þeirri braut. Flokkur Bjarna er fjötraður í skattaparadísinni. Enn er eftir að birta 600 nöfn. Þar munu sjást ýmsir fjárhaldsmenn og eigendur bófaflokksins stóra. Áætlun Bjarna er dauðadæmd, en það gerist ekki í hvelli.