Í framhaldi af pistli hér að neðan um lögregluóeirðir í Genúa sendi Mikael Torfason rithöfundur mér þessa nótu: “Hér er einmitt líka mikil umræða um fundinn í Kaupmannahöfn. Mestu lætin á meðal mótmælenda á leiðtogafundi Evrópusambandsins voru í lögreglumönnum. Þeir voru grímuklæddir á meðal mótmælenda (það er ólöglegt að vera grímuklæddur í Danmörku) og létu öllum illum látum. Reyndu að æsa mótmælendur upp og þá á stöðum, þar sem mótmælendur voru umkringdir. Mótmælendur voru að reyna að róa þá niður. Á meðal þeirra örfáu, sem handteknir voru hérna í Kaupmannahöfn á þessum tíma voru nokkrir óeinkennisklæddir lögreglumenn”.