Dansað kringum Birnina

Punktar

Ómar Ragnarsson, omarragnarsson.blog.is,hefur stungið upp á ódýrari aðferð og íslenzkri við gæzlu lofthelginnar. Hann vill kaupa Citation X eða Falcon 7X smáþotur, sem geta dansað kringum rússnesku birnina. Mannaðar íslenzkum flugmönnum. Þær er óvopnaðar, en geta kallað í orrustþotur frá Nató, þegar Rússarnir birtast. Borgaralegt eftirlitsflug á vegum Landhelgisgæzlunnar getur verið stöðugt árið um kring. Kostar samt miklu minna en að draga hingað franskar og aðrar vestrænar flugsveitir með höppum og glöppum. Ef menn meina eitthvað með þörf á eftirliti, er tillaga Ómars greinilega bezt.