Dagur og Katrín leysa málið

Punktar

Dagur Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir leiða viðræðuhóp stjórnarflokkanna um Evrópumálin. Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson eiga þar einnig sæti. Ég hef trú á, að þetta fólk nái samkomulagi. Það er sáttfúst og ekki sundurlynt. Evrópa hindrar því ekki samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna. Ýmsir æðikollar úr þingmannaliði flokkanna frussuðu ógætilega, en nú hefur verið stungið upp í þá. Haldnir voru þingflokksfundir, þar sem þeir voru teknir í gegn. “Ordnung muss sein” segir þýzkt spakmæli. Það gengur auðvitað ekki, að sjálfmiðjaðir froðusnakkar spilli samstarfi um björgunaraðgerðir.