Dagur heldur borginni

Punktar

Dagur B. Eggertsson getur léttilega varið borgina gegn árás bófaflokksins. Það, sem hann þarf helzt að gera, er að milda stefnuna í umferðarmálum. Sættast við einkabílismann. Bíllinn er rótgróinn. Íslendingar fóru úr torfkofunum beint upp í bílinn, án þess að eiga viðkomu á lestarstöðvum. Eru harðari einkabílistar en aðrar þjóðir. Líklega þarf Dagur að losna við stóryrtan Hjálmar Sveinsson, sem orðinn er blóraböggull málsins. Hér er unnt að reka fjölbreytta umferðarstefnu án þess að leggja steina í götu bíla. Í náinni framtíð verða hér margar tegundir umferðar, fætur, tvíhjól, þríhjól, fjórhjól, bílar, flestar knúðar af rafmagni.