Liður í daglega lífinu í borginni eru hamfarir ungmenna, sem kerfið hefur vanið á dagleg afbrot. Í stað þess að loka þau inni, eru þau látin leika lausum hala. Í sjö daga í júní var sami maður tekinn fastur oftar en einu sinni á dag og jafnharðan látinn laus aftur. Aldrei var maðurinn settur í síbrotagæzlu. Samt var hann á skilborði og sat ekki af sér glæpi, sem hann hafði áður framið. Löggan mat málin svo, að ekki væri þörf á slíkri gæzlu. Hún telur sennilega, eins og Hverfisráð Miðborgar, vandann ekki felast í glæpum, heldur í fréttum af glæpum.