Dæmigert land múslima

Punktar

Egyptaland er dæmigert land múslima. Einræðisherrann Hosni Mubarak hefur ríkt í þrjá áratugi. Hefur tugi þúsunda manna í leyniþjónustu, sem heldur borgurum landsins í skefjum. Sjálfur tekur Mubarak prósentur af spillingu. ríkisins. Engin velferð er í landinu. Læknar hverfa frá skurðarborði til að biðjast fyrir. Stjórnarandstæðingar eru skipulega pyndaðir í ríkisfangelsum. Bandaríkin hafa Mubarak á framfæri sínu. Þýðir í raun, að borgararnir hata ekki bara Mubarak, heldur líka vestrænt samfélag yfirleitt. Harðstjórnin í Egyptalandi er dæmigerð fyrir samfélög múslima, harðstjórn í stað lýðræðis.