Dæmi um andverðleika

Punktar

Einn þekktasti málflutningsmaður í fjölþjóðarétti er Philippe Sands, prófessor í London. Hann segist ekki skilja, að forstjóri Hafréttarstofnunar geti líka verið dómari við Alþjóða hafréttardómstólinn. Málið snýst um Tómas H. Heiðar, er hótaði vísindamanni, ef hann breytti ekki niðurstöðum rannsókna sinna. Gerði það með tölvupósti og á fundi, með aðstoð formanns lögfræðingafélagsins, Kristjáns Andra Stefánssonar. Stjórn Hafréttarstofnunar baðst afsökunar á forstjóra sínum. En búast má við, að Tómasi verði vísað úr hinum fjölþjóðlega dómstóli. Í kringum okkur eru siðuð samfélög, en hér hagar andverðleikafólk sér eins og því þóknast.