Þjóðin styður Sjálfstæðisflokkinn í sama mæli og fyrir hrun. Flokkinn, sem tróð frjálshyggju upp á þjóðina. Styður flokkinn, sem einkavæddi banka og gerði þá eftirlitslausa. Flokkinn, sem færði okkur Davíð Oddsson, fyrst í pólitík og síðan í Seðlabanka. Styður flokkinn, sem beinlínis hannaði IceSave ruglið. Flokkinn, sem fyrir tæpu ári lagði drög að þeim IceSave samningum, sem nú hefur verið lokið. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa gleymt öllu þessu. Stjórnmálaflokkur, sem ætti af blygðunarsemi að vera hættur í pólitík, siglir þar fullum dampi. Dæmalaust er þjóðin vitlaus.
