Í gamla daga þurfti ég að fara til London til að kaupa föt. Þá fór fullt af fólki í ferðalög til London til að kaupa á sig. Þetta var fyrir aldarfjórðungi. Þá var hægt að fá þar rykfrakka í CIA-stíl, tvíhneppta bleizera í hundrað ára gömlum stíl, uppháa hnésokka og ítalskar mokkasínur frá Pitti eða Magli. Síðan kom frelsið til Íslands og hægt var að fá allt hér. Til sögunnar kom Herrahúsið, sem var fyrst í Aðalstræti, síðan við Laugaveg, en hefur nú andazt inni í Kringlu. Eins og Boss og Steinar Waage. Í verzlunum nútímans fæst hvorki tangur né tetur af því sem ég vil kaupa.