Chomsky-Piketty

Punktar

Eftir seinni heimsstyrjöld ríkti sósíaldemókratismi og Keynes hagfræði í Evrópu, friður og spekt. Þjóðirnar jöfnuðu sig eftir stríðið og stofnuðu Evrópusamband. Kaupmáttur almennings jókst verulega. Þá kom til sögunnar nýfrjálshyggja um 1980 og Hayek-Friedman hagfræði um, að græðgi sé góð, brauðmolar muni falla af borðum ríkra til fátækra. Síðan þá hefur kaupmáttur almennings frosið og staða fátækra og velferðar versnað. Bara ríkasta 1% þjóðar bætti hag sinn og tók til sín allan hagvöxt. Settar eru skorður við útgjöldum í velferð og innviðir engilsaxneskra samfélaga eru rústaðir. Nú þarf nýja hagfræði Chomsky-Piketty. Líka hér á landi.