Chamberlain er hér

Punktar

Meðan ráðamenn á Vesturlöndum báðust afsökunar út og suður á birtingu teikninga af Múhameð spámanni í Jyllandsposten, brenndi miðaldaskríll í heimi islams sendiráð og eftirlíkingar fólks, lét öllum illum látum, án þess að nokkrum ráðamanni í þessum ríkjum dytti í hug að biðjast afsökunar. Ástandið minnir á stöðuna fyrir 65 árum, þegar Neville Chamberlain hneigði sig og beygði, meðan Hitler lagði undir sig nágrannaríkin hvert af öðru. Fullorðnir menn á borð við Jimmy Carter verða sér til skammar með því að verja miðaldaskrílinn.