Cantona er til fyrirmyndar

Punktar

Bankarnir og andrúmsloft bankanna voru þungamiðja hrunsins. Með andrúmslofti á ég við bankaleynd, dálæti stjórnenda á fjárglæframönnum og yfirgengilega græðgi stjórnenda. Með því að koma á bankafrelsi á Íslandi fór þjóðin beint á hausinn. Svipað er að gerast annars staðar á Vesturlöndum. Bankarnir eru óviðráðanlegt ríki í ríkinu. Hér mistókst ríkisstjórninni að koma böndum á þá. Þeir stefna óðfluga á sama hengiflugið. Brýnast allra verka er að fjötra bankana, afnema bankaleynd, fangelsa stjórnendur og banna þeim að skipta við fjárglæframenn. Árás kappans Cantona á frönsku bankana er til fyrirmyndar.