Byssuáróður

Punktar

Áróðurslykt er af fréttum um, að lögreglumenn eigi bágt og þurfi kannski að bera byssur. Við eigum öll bágt og eigum kannski að bera byssur. Okkur er ógnað og sum okkar eru barin, af því að löggæzla er lítil. Það eru engar fréttir, að lögreglumönnum sé ógnað, en sjaldan hafa þeir verið barðir. Lögreglan í Bretlandi glímir við verri vanda en lögreglan á Íslandi og ber hún þó ekki vopn. Það róar mig ekki, að danska lögreglan hafi aðeins skotið fólk 15 sinnum á ári að meðaltali. Hér má ekki búa til vítahring ofbeldis með aðild byssuglaðra loögreglumanna.