Byltingartilraunin nálgast

Punktar

Í vikunni verður gerð tilraun til byltingar á Íslandi að ósk Hreyfingarinnar og ýmissa hópa tunnuverja. Ætlunin er að fá forseta Íslands til að skipa utanþingsstjórn, sem fari að forskrift Hreyfingarinnar. Setji fjárlög, leysi vanda heimilanna og ýmislegt fleira samkvæmt óskalista. Henni er ætlað að fara þvert á vilja meirihluta þings, kippa Alþingi úr sambandi. Á semsagt að vera eins konar fasismi. Forseti Íslands lét sér sæma að sitja fund með byltingunni. Ekki er vitað, hvort framhald verður á samstarfi forsetans og Hreyfingarinnar. Tunnun stjórnvalda á fimmtudaginn er miðja byltingarinnar.