Bylting, samt ekki blóðug

Punktar

Ég er búinn að fá upp í háls af vangetu valdamanna þjóðarinnar. Það gildir um framkvæmdavald og einkum löggjafarvald og dómsvald. Einnig um Hæstarétt. Við þurfum átök í þjóðfélaginu til að velta af okkur oki fjórflokksins. Hann stendur í vegi framfara þjóðarinnar. Krosstengdur í öllum valdamiðstöðvum. Að vísu er þriðjungur þjóðarinnar andvígur breytingum á ríkjandi ástandi, hvert sem það er hverju sinni. En þriðjungur þjóðarinnar vill byltingu, ekki blóðuga byltingu, en harðan viðsnúning núverandi ástands. Ég legg til, að kjörnir fulltrúar til stjórnlagaþings standi saman að nýju stjórnmálaafli.