Hreyfingin hvetur til byltingar, þegar alþingi kemur saman eftir helgi. Vill tunna þingmenn úr alþingishúsinu. Eða kúga þá til að segja sig frá völdum. Mestum þrýstingi er beint að forseta Íslands. Hann er beðinn um að mynda nýja ríkisstjórn, sem mér skilst, að eigi að vera utanþingsstjórn. Þetta er ferli utan stjórnarskrár. Hún gerir enn ráð fyrir, að ríkisstjórn starfi í skjóli meirihluta á Alþingi. Bak við tjöldin getur forseti Íslands reynt að mynda aðra meirihlutastjórn, en það mun ekki takast. Forsetinn getur búið til margs konar vandræði, en ekki vikið ríkisstjórn eða alþingi frá völdum.