Ewen MacAskill leiðir rök að því í Guardian, að dæmdar til að fara út um þúfur séu tilraunir Tony Blair til að fá George W. Bush til að leggja fram vegakort fjórveldanna um friðsamlega lausn Palestínudeilunnar. Enginn friður verði fyrir botni Miðjarðarhafs meðan Bush og Sharon séu við völd í Bandaríkjunum og Ísrael. Enginn pólitískur vilji sé í Bandaríkjunum fyrir lausn málsins. Í forsetakosningunum árið 2004 muni Bush sækjast eftir fylgi ofsatrúarhópa kristinna og gyðinga, sem eindregið eru andvígir sjálfstæðri Palestínu.