Burt með Stóra norræna.

Greinar

Stærsti minnisvarðinn um nýlendukúgun Íslendinga er Stóra norræna ritsímafélagið. Í skjóli áratuga einokunar á símasambandi frá Íslandi hefur þessi norræni auðhringur haft af Íslendingum ótalda milljarða á núgildandi verðlagi umfram eðlilegan viðskiptakostnað. Um þetta vitnar kostnaður neytenda af notkun sæstrengja fyrirtækisins.

Nú hefur Ísland tækifæri til að losna úr heljargroipum Stóra norræna ritsímafélagsins og tengjast um leið nýrri og ódýrri tækni fjarskiptahnatta. Það kostar meira í fyrstu, en ætti að borga sig á fáum árum. Stjórn Pósts og síma á Íslandi er enn í ánauð Stóra norræna ritsímafélagsins og það má ekki leyfa henni að framlengja nýlendukúgunina.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið