Jón Bjarnason ráðherra er mesti ódráttur stjórnmálanna á þessum áratug. Nú hefur hann vonandi spilað rassinn úr buxunum. Samflokksmenn hans á þingi eru farnir að sjá gegnum hann, þó ekki Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. En allur þorri þingflokksins er búinn að fá nóg af ruglinu í Jóni Bjarnasyni. Þjóðareign á kvóta átti fyrir löngu að vera komin til framkvæmda með því að fyrna hann. Jón hefur klúðrað því eins og öðru. Auk Þess er hann sérstakur óvinur neytenda. Kemur engu í verk, vafrar um eins og reytt hæna. Fari hann sem fyrst í stjórnarandstöðu, verði henni að góðu.