Burt með nafnleysið

Punktar

Nafnleysingjar geta víðs vegar komið efni sínu á framfæri, þótt þeim verði settar skorður á mbl.is. Nafnleysi verður ekki útrýmt af vefnum. Hins vegar er nafnleysið hættulegt og hefur hingað til stuðlað að slúðri og rugli. Hefðbundin fjölmiðlun byggist á nafngreindri ábyrgð, sem dómstólar fjalla um. Ekkert slíkt kerfi er til á vefnum. Í stað nafngreindra fagmanna vaða nafnleysingjar á súðum. Þetta er staðreyndin í 99% tilvika, þótt einstaka sinnum hafi nafnleysingjar sitthvað til síns máls. Ég vona, að smám saman muni notendur vefsins átta sig á, að betra sé að treysta nafngreindu bloggi.