Bretar eru eins og Íslendingar farnir að átta sig á, að bankavandræðin eru kerfislæg. Nýjustu glæpir stjórnenda Barclay sýna, að í bankageiranum komast aðeins áfram siðblindingjar. Þeir framleiða engin verðmæti, en nýta aðstöðu innherja til að hafa fé af samfélaginu. Vandi Bandaríkjanna og Evrópu stafar fremur af bankastjórum en af óráðsíu pupulsins. Alls staðar hafa banksterar gert pólitíkusa fjárhagslega háða sér. Því tregðast ríki enn við að hreinsa út spillingu bankageirans. Til dæmis fá bankar hér á landi enn að vera í gamla og spillta standinu. Brýnt er að reka alla vini bankstera frá völdum.