Bulla er latneska orðið um yfirlýsingar eða bull páfans í Róm. Bullur hafa verið gefnar út um aldir. Þar voru pyndingar leyfðar. Þar var villutrú fordæmd og villutrúarmenn sagðir skulu verða brenndir á báli. Fyrirskipað, að múslimar og gyðingar skuli gerðir að þrælum. Úrskurðað, að heiminum skuli skipt milli Spánar og Portúgals. Bullur voru ekki rökstuddar eða skýrðar dæmum. Þær voru bara yfirlýsingar af himnum. Þær minna á bullur Björns Bjarnasonar hermálaráðherra. Síðasta bulla hans lýsti yfir, án raka og dæma, að Svanur Kristjánsson prófessor væri annarlegur og illviljaður.