Ólafur Harðarson misles úrslit prófkjöra, þegar hann telur kynslóðaskipti vera aðalmálið. Það er, að upp færðust nokkrir, sem hafa lengi verið á biðlista valdanna. Nýju mennirnir eru eins gamlir í sér og hinir gömlu voru. Engin breyting hefur orðið á tveimur flokkum hrunsins, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Jóhanna Sigurðardóttir verður að vísu nýr formaður, en hún er einstæðingur í flokki sínum, umkringd frjálshyggjugaurum. Og hún felur ekki í sér neina nýja kynslóð. Megineinkenni prófkjöranna er, að í flokkunum er allt við sama heygarðshornið. Alls ekki að þar hafi orðið kynslóðaskipti.