Mikið er bullað þessa dagana um evruna. Meira að segja fullyrt, að Bretland sé áhorfandi að kreppunni, en ekki aðili. Kreppan er þó verri í Bretlandi en í Frakklandi og Þýzkalandi. Bretland er enginn áhorfandi, þótt pólitískir ráðamenn landsins sjái hag í að kenna evrusvæðinu um ófarir sínar. Nú hafa Danir í könnun hafnað evrunni. Vita líklega ekki, að danska krónan er nánast bara sérnafn á evrunni, því að gengið er fest við evruna. Jafnvel svissneski frankinn er hengdur á evrugengið, því að hann þolir ekki sveiflur. Makalaust er, hvað hægt er að bulla um evruna, langstöðugasta gjaldmiðil Vesturlanda.