Búgarðshæfir ráðamenn

Punktar

David E. Sanger segir í New York Times, að núverandi Bandaríkjaforseti flokki erlenda ráðamenn í þá, sem hægt sé að bjóða á Crawford búgarðinn í Texas og þá sem ekki megi bjóða. Jacques Chirac og Gerhard Schröder verður alls ekki boðið, en hins vegar sé og verði boðið Junichiro Koizumi, Gloria Macapagal Arroyo, John Howard, Tony Blair og José María Aznar, sem studdu árásina á Írak. Ósvarað er spurningunni um, hvort ráðamenn vilji stríða gegn vilja þjóða sinna fyrir að fá að koma á þennan merka búgarð. Guardian segir, að rauðvínið sé vont í Texas og grillsósurnar óhollar.