Að óbreyttu fær Landsvirkjun ekki lán Norræna fjárfestingarbankans til Búðarhálsvirkjunar. Fyrirgreiðslan er bara hluti af Búðarhálsi og er þar að auki háð frosnu láni frá Evrópska fjárfestingarbankanum. Það lán hefur verið frosið í ár, fæst ekki fyrr en IceSave er afgreitt. Frosin Búðarhálsvirkjun er skýrasta dæmið um, að lánshæfni Íslendinga kemst ekki í eðlilegt horf. Andstaðan gegn IceSave hindrar, að erlendir lánasjóðir taki Ísland gilt. Að vísu er hægt að lifa af í nægjusemi án lána. En án lána verður hvorki neinn Búðarháls né aðrar virkjanir á Íslandi. Þökk sé þjóðrembdum nei-sinnum.