Búðarglugginn hvíslar

Punktar

Erlendis er kominn til sögunnar tækni, sem flytur hljóð gegnum gler. Hún er meðal annars notuð til að ávarpa vegfarendur, sem eiga leið hjá. Tilraunir hjá Peter Jones í Sloane Square í London benda til, að 50% fleiri en áður staðnæmist við glugga verzlunarinnar. Tæknin mælir umferðarhávaðann og stillir hvíslið örlítið hærra án þess að gera það óþægilegt. Engar kvartanir hafa borizt að sögn talsmanna verzlunarkeðjunnar. Verður tæknin nú sett upp víðar og berst vafalaust fljótlega til Reykjavíkur. Frá þessu segir Richard Adams í Guardian.