Brynjari nægir skætingur

Punktar

Mörg erum við sek um hótfyndni. Hún er hluti af vopnabúrinu. Nýtist bezt til að gleðja þá, sem eru sammála. Færir ekki rök fyrir málstaðnum og er því gagnslítil á markaðstorgi hugmynda. Grein Brynjars Níelssonar um Hæstarétt er róttækt dæmi um hótfyndni. Yljaði æstustu andstæðingum stjórnlagaþings í gær. En felur ekki í sér nein áþreifanleg rök. Þar er ekkert atriði, sem ég get fjallað um í alvöru. Safn af skætingi, góð sem slík. Menn hafa sett fram skýr og sundurliðuð rök gegn niðurstöðu Hæstaréttar. Hafa greint hana sundur málsgrein fyrir málsgrein. En Brynjar lagatæknir lætur sér nægja skætinginn.