Brunað niður Davos

Punktar

Daufara er yfir heimsklúbbi veraldlegra leiðtoga lífs okkar í skíðabænum Davos en nokkru sinni fyrr. Að þessu sinni geta ekki sýnt sig sumir hornsteinar klúbbsins, sem hafa beðið hnekki í bókhaldssvikum, fyrirtækjasamruna og persónulegri græðgi, að sögn Alan Cowell í New York Times. Sjálfstraust forstjóranna í fararbroddi hnattvæðingarinnar hefur beðið hnekki. Enginn lítur lengur á þá sem spámenn nýrrar aldar. Hnattvæðingin hefur reynzt vera fínt orð yfir þjófnað frá þriðja heiminum. Chicago-hagfræði klúbbsins hefur reynzt vera fínt orð yfir aðferð til að flytja fé frá miðstéttunum til hinna allra ríkustu. Fínimannsklúbburinn í Davos brunar niður skíðabrekkur almenningsálitsins.