Enn hafa fjölmiðlar ekki upplýst, hvers vegna Guðlaugur Þór Þórðarson rak Magnús Pétursson. Almannarómur segir heilbrigðisráðherra telja forstjóra Landspítalans vera andvígan einkavæðingu. Ef svo, þá hefur ráðherrann talið það frá upphafi, því að hann hefur aldrei viljað hitta forstjórann. Líklegt er því að fleira blandist hér við, þótt fjölmiðlar hafi ekki sinnt skyldu sinni. Hins vegar er ljóst, að ráðherrann vill einkavæða Landspítalann. Samkvæmt reynslunni frá Bandaríkjunum og Bretlandi má fólk búast við, að sú stefna leiði til verri þjónustu og hærri kostnaðar fólks af veikindum.